Wednesday, January 02, 2008

Árið 2007 og hvað skal gera 2008?


2007 var nokkurskonar könnunarár hjá mér þ.e. ég vildi prófa lengri hlaupin, 100 km og 100 mílna en var ekki að stefna á neinn toppárangur þar þó svo maður hafi nú látið sig dreyma um slíkt. Því voru æfingar aldrei fókuseraðar með þau hlaup í huga.

Það sem gerðist markvert á árinu var að ég gafst upp í Marsmaraþoninu, fór of skarpt af stað en ég brunaði með hálfmaraþonhlaupara fyrri partinn sem um leið afgreiddi seinnipartinn, ég stífnaði upp og hætti.

Flóahlaupið hljóp ég á 42:45 sem ég var bara býsna sáttur með svona í byrjun vors þar á eftir kom ÍR hlaupið á 19:49 sem var svona la la.

Þá var komið að 100 km hlaupinu í Odense sem gekk alveg prýðilega, náði að taka það á skynseminni þegar sólin kom upp sem skilaði mér framúr nokkrum hlaupurum á síðustu 20 km. Tíminn 10:24:24 og 10 sæti.

Kíkti því næst í Gullsprettinn sem var erfiðari fyrir mig en oft áður enda lærin þreytt eftir 100 km.

Í júlí var ég á útopnu, hljóp fram og til baka yfir Fimmvörðuháls í byrjun hans, því næst Laugaveginn á mínum næstbest tíma 5:43:31, þá Jökulsárhlaupið á 2:38:00 sem var mitt besta hlaup á árinu hvað árangur varðar, 3ja sæti. Helgina eftir (fyrsta helgi í ágúst) var svo Laugavegurinn skokkaður í annað sinn á ca. 6:40:00 en töluvert var stoppað á liðinni og heildartími 8 tímar. Samtals voru þetta 185 erfiðir utanvegar kílómetrar á 35 dögum og flestir teknir á útopnu, mæli ekki með þessu fyrir þá sem ætla að ná árangri 3 vikum seinna í 160 km utanvegarhlaupi!!

Í lok ágúst var svo komið að 160 km í kringum Blancinn, snilldar hlaup en ég fann verulega fyrir átökunum mánuði fyrr en þetta hafðist.

Skráði mig að vanda í 6 tíma hlaupið þótt ég hefði ekkert erindi þangað svona stuttu eftir Blancinn sem kom líka á daginn en ég hætti eftir 2 klst.

Lullaði hálft í Haustmaraþoninu og tók það sem langa æfingu. Svo bara bara hvíld að mestu út árið fyrir utan skokk á bretti og nokkrar stangir beygðar í bekknum.


2008
Í stuttu máli verður 2008 svona:Ætla að leggja áherslu á góðaræfingar í vetur, fyrst rólegar og langar en hendi svo inn eftir smekk hraðaæfingum þegar fer að líða að vori. Í vor verður farið í eitthvað langt, 100 km hlaup eða álíka. Svo á að æfa áfram fram að Laugaveginum og stefnt á PB þar en svo er meiningin að taka vel á því í Blancnum ef allt gengur upp. Þannig að 2008 á að vera með meiri gæði í keppnum og æfingum en 2007 en þá þarf líka að vera meiri gæði í æfingunum....!
Hendi kannski inn maraþoni í haust ef þannig vill til.


Þessu er við að bæta að ég er í mun þægilegri vinnu, minna stress og fastur vinnutími að mestu svo ég á auðveldara með að taka morgunn og kvöldæfingar. Held að það eigi eftir að vera lykillinn að góðu hlaupaári.